UM OKKUR


Kaupsýslan fasteignasala var stofnuð árið 2012 af Moniku Hjálmtýsdóttur löggiltum fasteignasala og viðskiptafræðingi.

Við hjá Kaupsýslunni kappkostum að veita viðskiptavinum okkar örugga og faglega þjónustu með lipurð og árangur að leiðarljósi. Styrkur okkar felst í víðtækri þekkingu á viðskiptum og áralangri reynslu af fasteignamarkaðnum. Sérstaða okkar byggir á kunnáttu og færni til að greina tækifæri á markaði og að meta arðbærni verkefna í fyrirtækja- og fasteignaviðskiptum. Við leiðum saman kaupendur og seljendur sem skilar árangri.