Bjarkalundur 139540, 380 Króksfjarðarnes
Tilboð
Lager - Iðnaðarhúsnæði
25 herb.
1015 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
25
Baðherbergi
0
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1946
Brunabótamat
248.320.000
Fasteignamat
46.560.000

Kaupsýslan fasteignasala kynnir til sölu Hótel Bjarkalund- Í fögru og stórbrotnu umhverfi á sunnanverðum Vestfjörðum LAUST TIL AFHENDINGAR strax
 
Hótel Bjarkalundur og land sem fylgir er samkvæmt FMR alls um 58,9 ha. Þar af er Berufjarðarvatn um 15 ha. Fasteignir á landinu er alls 9 talsins, samtals 1.015,2 m2 og skiptast í Gistihús (hótel) 654,0 m2, Þjónustumiðstöð 134,8 m2, sex 19,6 m2 gestahús með verönd samanlagt 117,6 m2 og starfsmannahús 108,8 m2. 
 
Eignin með 19 hótelherbergjum þar af eru 15 herbergi með handlaug - salerni og sturta á gangi og 4 herbergi í nýlegri álmu með sér snyrtingu og sturtu. 
Á hótelinu er m.a. veitingasalur, setustofa, bar, sjoppa, verslun, salernisaðstaða fyrir ferðafólk.
Eldhús er vel búið tækjum, allur húsbúnaður fylgir, kjöt- og grænmetiskælar, frystigámur og goskæligámur, aðstaða fyrir starfsfólk, þvottahús með 3 þvottavélum og þurrkara. 
Gestahús, 6 talsins, hvert 19,6 m2 með verönd með tvíbreiðu rúmi, eldhúsi, borðkrók, salerni og sturtu. 
Þjónustuskáli við tjaldstæði með salernis-, eldunar- og sturtuaðstöðu. Góð aðstaða fyrir tjaldgesti utandyra, heitt og kalt vatn. Rafmagn á túni. 
N1 á og rekur bensínstöð við Bjarkalund. 
Berufjarðarvatn - veiði heimil fyrir gesti
 
Lýsing á landi: Landið hefur nú allt verið girt af með fjárheldri girðingu. Á svæðinu er skipulagt tjaldsvæði með öllu sem þarf fyrir slíka starfsemi. Það hefur nú verið stækkað um 2.500 fm í viðbót og settir upp 4 tenglakassar á allar fjórar flatirnar. Minigolfbraut með 9 holum hefur verið bætt við búnað tjaldsvæðisins og smíðuð ný sniðug leiktæki fyrir börn. Þjónustuskáli er á svæðinu með salerni, sturtu, heitu og köldu vatni. Gestum Bjarkalundar er boðin frí veiði í Berufjarðarvatni.
Vatnið hefur verið dýpkað með stíflu við affall þess og vegur gerður að vatninu og með fram því og tveir hólmar búnir til í suðurenda þess. Lítil bryggja með skjólgarði hefur verið gerð fyrir smábáta. Merktar gönguleiðir eru á svæðinu og er helst að nefna Vaðalhring sem er 7 km langur. Grettislaug á Reykhólum er í um 15 km fjarlægð. Stutt er til Hólmavíkur um nýjan veg um Arnkötludal og Þröskulda.
 
Lýsing á Hótel Bjarkalundi: Í Hótel Bjarkalundi eru 10 herbergi með handlaug og sameiginlegri sturtu og klósettaðstöðu á ganginum sem skilur að herbergin. Auk þess 4 ný herbergi í sérálmu, öll með sér snyrtingu og sturtu. 5 salerni fyrir fólk á förnum vegi eru fyrir inngang inn á hótelgang, sérstakt salerni er fyrir fatlaða. Öll salerni bæði á hótelgangi og fyrir aðar gesti hafa verið endurnýjuð og flísalögð í hólf og gólf á síðustu árum. Einnig hafa gólf í forstofu fremri gangi á bar, í verslun og eldhúsi verið flísalögð. Innaf sal er stór og rúmgóð setustofa með sjónvarpi og tveimur leður sófasettum og pianó ásamt klukku sem er jafngömul og húsið þ.e frá 1947 (elsti hlutinn). Í salnum er forlátur bar sem var áður í glerskákanum í Leifstöð, Búið er að byggja 60 fm sal á bak við gamla hótelið með tengingu við matsalinn en eftir er að fullvinna hann að innan. Þegar gengið er inn í hótelið blasir sjoppan við og sé litið til vinstri sést barinn og til hægri er verslun þar sem fá má helstu nauðsynjar fyrir ferðamenn. Uppá á lofti eru 5 herbergi undir súð með handlaug ásamt baðherbergjum með sturtu og klósetti.  Þessi herbergi hafa öll verið klædd að nýju og einangruð, veggir, loft, og gólf.
Vel búið eldhús er í hótelinu og hafa flest tæki þar verið endurnýjuð og nýjum bætt við á síðustu árum, innaf því eru geymslur og aðstaða til baksturs. Frystigeymsla og kælir voru þar einnig en frystinum var breytt í kæli þannig að nú eru bæði kjöt- og grænmetiskælar en ný frystigámur var keyptur og steypt undir hann á bak við ásamt gámi fyrir gosgeymslu og síðan var byggt þak á milli gámanna og hússins þannig að innangengt er á milli. Aðstaða er fyrir starfsfólk og þvottahús með 3 nýlegum þvottavélum og þurrkara. Þriðja geymslugámnum var komið fyrir á bakvið og smíðað lokað port á milli.
Lýsing á þjónustuskála við tjaldsvæði og nágrenni hans: Þjónustuskálinn er timburhús á steinsteyptum sökkli og með steinsteyptri plötu. Klæddur að utan með lóðréttu trapisustáli á veggjum. Þak er klætt með bárujárni og í þakskeggi er þakrenna. Að innan er skálinn klæddur með vatnsheldu gifsi á veggjum og panil í lofti. Loftaklæðning fylgir þaksperrum og er lofthæð því góð. Á gólfi eru flísar. Í húsinu eru 4 herbergi þar af 2 með salerni, handlaug og sturtu, 1 herbergi með salerni og vaski til að þvo upp ofl. og 1 herbergi með hitakútum, rafmagnstöflu og vinnuaðstöðu. Í húsinu eru tveir 150 líta hitakútar sem útvega nægilegt vatn fyrir sturtur og handlaugar. Utanhúss er vaskaaðstaða með heitu og köldu vatni til uppvasks og eldunar fyrir tjaldsvæði. Keypt hefur verið sér afgreiðslu og þjónustuhús fyrir tjaldsvæði. Keyptur var 40 feta einangraður gámur fyrir verkstæði og verkfærageymslu steyptur sökkull undir hann á bak við þjónustumiðstöðina og byggt port á milli til geymslu á byggingarefni o.fl.
Lýsing á smáhýsum: Byggð hafa verið fullfrágengin 6 gestahús ofan við þjónustuskálann. Húsin eru 20 fm og með 8 fm verönd. Þau eru búin eldhúskrók (eitt með eldunaraðstöðu), salerni, handlaug og sturtu, tvíbreiðu rúmi, borði og stólum. Smáhýsin eru bjálkahús á steinsteyptum súlum. Þau eru úr bjálkum sem hafa verið yfirborðmeðhöndlaðir með fúavörn. Þak er klætt með bárujárni og í þakskeggi er þakrenna. Á gólfi er borðaparket. Í húsunum er rafmagnsofnar sem hita þau upp og rafmagn lagt að hverju húsi, frárennsli í sameiginlega rotþró hótelsins.
Tvö sumarhús eru með annað er um 80 fm og um 60 fm.
Þjónusta við bíla: Sumarið 2009 var bifreiðaplanið fyrir hótelið stækkað til muna m.a til að færa eldsneytisdælur fjær hótelinu og gera aðkeyrslu auðveldari fyrir stóra bíla með tengivagna. Komnar eru upp dælur af nýjustu gerð fyrir eldsneyti. Geta nú tveir tekið eldsneyti í einu. N1 á 1700 fm lóð sem er undir dælur. 
--------------------------------------------------------------------------------------
Allar nánari upplýsingar s: 571 1800 - [email protected] 
Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali s: 823 2600
Kaupsýslan fasteignasala - Nóatúni 17 - 105 Reykjavík - 2. hæð 
--------------------------------------------------------------------------------------
Skoðaðu hér umsagnir viðskiptavina Kaupsýslunnar  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.