Um okkur


Þú finnur okkur og söluskrá okkar á www.landmark.is

Kaupsýslan fasteignasala var stofnuð í júní árið 2012 af Moniku Hjálmtýsdóttur löggiltum fasteignasala og viðskiptafræðingi. Kaupsýslan sameinaðist Landmark fasteignasölu í febrúar 2020 undir merki Landmark / Kaupsýslan fasteignamiðlun og er í dag ein öflugasta og framsæknasta fasteignasala landsins. 

Við hjá Landmark / Kaupsýslunni fasteignamiðlun kappkostum að veita viðskiptavinum okkar örugga og faglega þjónustu með lipurð og árangur að leiðarljósi. Styrkur okkar felst í víðtækri þekkingu á viðskiptum og áralangri reynslu af fasteignamarkaðnum. Sérstaða okkar byggir á kunnáttu og færni til að greina tækifæri á markaði og að meta arðbærni verkefna í fyrirtækja- og fasteignaviðskiptum. Við leiðum saman kaupendur og seljendur sem skilar árangri.

Landmark /Kaupsýslan fasteignamiðlun starfar eftir peningaþvættisstefnu fasteignasölunnar skv. lögum nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skv. Reglugerð nr. 745/2019 um áreiðanleikakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Fasteignasalar kaupsýslunnar eru í Félagi fasteignasala og starfa eftir siðareglum félagsins.