Eignin er seld og í fjármögnunarferli.
Kaupsýslan kynnir fallega og vel skipulagða fjögurra herbergja 95,7 m2 endaíbúð á jarðhæð með sérinngangi að Laufrima 4 í Reykjavík.
Íbúðin er 95,7 m2 að meðtaldri 6,4 m2 geymslu skv. skráningu Fasteignaskrár Íslands.
Eignin fæst afhent við undirritun kaupsamnings.
Mjög gott aðgengi er að íbúðinni sem er á jarðhæð og er sérmerkt stæði fyrir framan innganginn. Átta íbúðir eru í húsinu og er byggt skv. "Permaform" aðferð en sú byggingaraðferð þykir gefa mjög góða hita og hljóðeinangrun auk þess sem þessi hús þykja viðhaldslétt.
Gengið er inn um sérinngang í lokaða forstofu með flísum á gólfi. Komið er inn á gang og þar eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús og innst er eldhús og stofa í opnu rými. Hluti af einkaafnotareit c.a. 6 m2 hefur verið yfirbyggður og er upphitaður. Við hlið inngangsins er sér geymsla með hillum, óupphituð. Flísar eru á gólfi í forstofu og baðherbergi, parket er á gólfi í eldhúsi og stofu og dúkur á gólfum í svefnherbergum og þvottahúsi.
Forstofa er flísalögð.
Hjónaherbergi og bæði barnaherbergin er rúmgóð með fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með salerni, baðkari og sturtu yfir, hvítri baðinnréttingu og baðskápa á vegg.
Eldhús er með hvítri upprunlegri en þó snyrtilegri innréttingu með góðu skáparými, flísar eru á milli skápa og eldavél er frístandandi. Tengi er fyrir uppþvottavél og ísskáp sem geta fylgt.
Yfirbygging eru úr timbri og eru lokaðar með gluggum úr hertu plasti og með parketi á gólfi og veggjum.
Stofa er opin að eldhúsi, hún er björt og rúmgóð.
Um er að að ræða vel skipulagða og vel umgengna 4 herbergja íbúð að Laufrima 4 í Reykjavík. Húsið lítur mjög vel út og hefur verið vel hirt í gegnum tíðina. Örstutt er í alla helstu þjónustu. Verslunarkjarninn Spöngin er í göngufæri um undirgöng. Einnig er stutt í grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla og Egilshöll.
Allar nánari upplýsingar veitir Monika Hjálmtýsdóttir löggiltur fasteignasali / 823 2800 / monika@kaupsyslan.is
Kaupsýslan fasteignasala / Nóatúni 17 / 105 Reykjavík
571 1800 / kaupsyslan@kaupsyslan.is
--------------------------------------------------------------------------------------