Langagerði 62, Reykjavík

97.900.000 Kr.Einbýlishús
204,8 m2
8 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 8
Stofur 2
Baðherbergi 2
Svefnherbergi 5
Ásett verð 97.900.000 Kr.
Fasteignamat 76.450.000 Kr.
Brunabótamat 61.530.000 Kr.
Byggingarár 1969

Lýsing


Kaupsýslan kynnir sérlega fallegt 8 herbergja 204,8 m2 einbýlishús með bílskúr innst í botnlaga að Langagerði í Reykjavík. Aðkoman að húsinu er öll hin snyrtilegasta, húsið er á afgirtri hornlóð með upphituðu hellulögðu bílaplani, góðum skjólsælum sólpalli sem snýr í suður og vestur með heitum potti, geymslubekkjum, markísu og útisturtu. Fimm svefnherbergi eru í húsinu. 

Birt stærð íbúðarhússins er 172,6 m2 og bílskúrsins 32,2 m2, samtals 204,8 m2 skv. skráningu Fasteignaskrár Íslands. Efri hæð hússins er að hluta til undir súð og er þ.a.l. nýtanlegur gólfflötur töluvert meiri. 

Neðri hæð: Forstofa, hol, eldhús, borðstofa, stofa, tvö barnaherbergi, baðherbergi, geymsla undir stiga.
Efri hæð: Þrjú svefnherbergi (í dag er eitt nýtt sem fataherbergi), baðherbergi, sjónvarpshol/fjölskyldurými og þvottahús.

Gengið er upp tröppur að inngangi, komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Hol er bjart og rúmgott, þaðan er gengið inn í önnur rými hæðarinnar og er stigi upp á aðra hæð hússins. Eldhús er bjart og fallegt og nýlega uppgert. Hvítir neðri skápar ná yfir stóran flöt með góðu skáparými, innbyggðri uppþvottavél og span helluborði, steinn er í borðplötu. Á móti er svarbrún innrétting sem nær uppí loft, með góðu skáparými og bakarofni í vinnuhæð. Borðstofa kemur í beinu framhaldi af eldhúsi. Flísar eru á gólfi í eldhúsi, borðstofu, holi og forstofu með hitalögnum.  Stofa er björt og rúmgóð, þaðan er útgengi á sólpall (sjá lýsingu hér í inngangi). Tvö svefnherbergi eru á hæðinni, annað er með fataskáp. Parket er á gólfum í stofu, og herbergjum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með salerni, handlaug og sturtu. Gengið er upp stiga á efri hæð. Komið er inní sjarmerandi fjölskyldurými þar sem bæði hátt er til lofts og góð nýtanleg svæði undir súð. Þar er svört kamína frágengin með flísum í kring með strompi. Hjónaherbergi er fallegt og er undir súð á tvo vegu, þaðan er útgengi á svalir í suður. Barnaherbergi eru tvö á hæðinni, bæði með fataskápum, en annað herbergi er nýtt í dag sem fataherbergi. Parket er á gólfum í fjölskyldurými og svefnherbergjum. Á hæðinni er rúmgott baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með hvítri baðinnréttingu, stein í borðplötu, baðkari og sturtu. Bílskúr er rúmgóður með rafdrifinni bílskúrshurð, rafmagni og hita, skolvaski og góðu vinnuborði með hillum. Bílskúrinn er nokkuð bjartur með fjórum gluggum á suðurhlið. Lóðin er öll hin snyrtilegasta, vel afgirt með háum skjólveggjum, hellulagðir stígar eru í kringum húsið og góður grasblettur er sunnanmegin. Ekki er húsabyggð á lóð sunnan við húsið heldur stórt tún sem liggur að Réttarholtsskóla. 

Allar nánari upplýsingar veitir Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali / 823 2800 / monika@kaupsyslan.is
og Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali / 823-2800 / julius@kaupsyslan.is 

Kaupsýslan fasteignasala / Nóatúni 17 / 105 Reykjavík
571 1800 / kaupsyslan@kaupsyslan.is 
--------------------------------------------------------------------------------------
 

Kort
Sölumaður

Monika HjálmtýsdóttirLöggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali
Netfang: monika@kaupsyslan.is
Sími: 8232800
Senda fyrirspurn vegna

Langagerði 62


CAPTCHA code